

Veislur
Heimsókn í Hlöðueldhúsið
fyrir hópa, 15-50 manna

Þykkvabæjar veisla
Verð á mann
Kr. 9.900
Hópar 15-50 manna.
Við höfum safnað saman alls konar réttum úr kartöflum og hrossakjöti og lofum glæsilegri hrossakjötsveislu sem verður ógleymanleg.
Rúgbrauðsís í eftirrétt.
Barinn er opinn fyrir gesti.
Panta þarf með minnst viku fyrirvara.
Heimsókn í gróðurbraggann og Textíl er innifalin.

Íslensk veisla
Verð á mann
Kr. 9.900
Hópar 15-50 manna.
Við byggjum á klassískum íslenskum réttum en leikum okkur með útfærslur. Kartöflur, salat og grænmeti úr Þykkvabænum, lamb og hross úr héraði, reyktur lax úr Rangá og heimabakað volgt rúgbrauð.
Það verða nokkrir réttir í boði, matseðill sem við setjum saman í samstarfi við hópstjórann ykkar og árstíð.
Rúgbrauðsís í eftirrétt.
Barinn er opinn fyrir gesti.
Panta þarf með nokkura daga fyrirvara.
Innlit í gróðurbraggann og Textíl er innifalin.

Beint frá býli veisla
Verð á mann
Kr. 12.900
Hópar 15-50 manna.
Unnið úr gæða hráefni, því besta á hverjum tíma. Við eldum árstíðabundið svo gestir fá eitthvað óvænt. Hver veisla verður matarupplifun með nokkrum nýjum og spennandi réttum sem við töfrum fram fyrir hópinn ykkar.
Endum svo veisluna á glæsilegum eftirrétti.
Barinn er opinn fyrir gesti.
Panta þarf með minnst viku fyrirvara.
Innlit í gróðurbraggann og Textíl er innifalin.

Heimsókn í Hlöðueldhúsið
Verð á mann
Samkomulag
Hópar 15 - 50 manna í smárétti eða dögurð þar sem íslenskt góðgæti er í fyrirrúmi unnið úr besta hráefni.
Allskonar veislur sem henta hverju tilefni, t.d.
Sextugsafmæli með spennandi hlaðborði
Áttræðisafmæli með klassískum veitingum, rúgbrauð, flatbrauð, pönnukökur, brauðterta og súkkulaðiterta, allt heimabakað.
Steggjapartý með heimsins besta hamborgar
Dögurður með allskonar góðgæti
Vinsamlegast hafið samband og við finnum rétt verð miðað við umfang hverju sinni.
Innlit í gróðurbragga og Textíl er innifalið.
s:822-3584 Hrönn