top of page

                Matarupplifun
        Gleði í Hlöðueldhúsinu
Námskeið fyrir hópa 8-16 manns
Viðaminni námskeið fyrir 17-24 manns er einnig í boði

Fallegir réttir
Nýja Ísland og tækifærin

Verð á mann

Kr. 22.900 4 klst. námsk.

Forrétturinn_settur_á_diska_minkuð.jp
Matarupplifun 3 klst.
námskeið vetur 2023

Verð á mann

Kr.  16.900 3 klst. námsk.

Hópurinn ánægður með eggaldin
Matarupplifun 4 klst.
námskeið vetur 2023

Verð á mann

Kr. 19.900 4 klst. námsk.

Valið er ferskt hráefni beint frá býli og við eldum saman nýja og spennandi rétti.  

Grænmetið sem ræktað er á staðnum og kjöt úr nágrenninu verður okkur innblástur í glæsilegum réttum. Við lærum nokkur "trix" sem gera matinn ljúffengan og gera eldhússtörfin heima meira spennandi. Allt hráefni verður vel nýtt og fundnar lausnir til að ekkert fari til spillis.

  Allir fá verkefni við hæfi og saman mun hópurinn skapa gómsæta og spennadi kvöldstund með fróðleik um mat og tækifærin með að nýta það hráefni sem landið okkar hefur upp á að bjóða. Síðan gæðum við okkur á góðgætinu og skálum í góðu víni ef vilji er til.

Fordrykkur og 4 -5 réttir eru innifaldir.

.

Hópurinn getur verið frá 8-16 manns

Stærri hópar geta fengið viðaminni námskeið en tekið þátt í eldhúsinu að einhverju leiti.

Þetta námskeið er hægt að panta öll kvöld og tekur um 4 klst.

Matarupplifun fyrir hópa 8-16 manna í Hlöðueldhúsinu í Þykkvabænum

Starfsmannafélög, vinahópar, stórfjölskyldur.

Gistingu er hægt að panta á Hótel VOS sem er í nágrenninu kr. 10.000 á mann miðað við tvo í herbergi (vetrarverð)

 

Hvert námskeið er klæðskerasniðið fyrir hópinn þannig að allir fá verkefni eftir áhuga,  getu og smekk.

Barinn í Hlöðunni verður opinn fyrir hópinn til kl. 23 ef áhugi er á því.

Matarupplifun 3 klst.

Við komu fá allir smakk og kynningu á aðstöðunni og því sem í vændum er.

Síðan er skipt í lið.  Hvert lið eldar 1 rétt og keppa liðin sín á milli um "besta og flottasta" réttinn.  Kjöt, fisk eða grænmetisréttir ásamt meðlæti verða eldaðir og í lokin mun hvert lið bera á borð glæsilega diska.

Í lokin verður borinn fram eftirréttur ala Hlöðueldhúsið.

Góðar leiðbeiningar fylgja ásamt leiðsögn og hjálparkokki.

Þetta námskeið er hægt að panta öll kvöld nema laugardagskvöld.

Heimsóknin tekur um 3 klst.

Glæsilegt námskeið / matarupplifun fyrir hópa 8-16 manna í Hlöðueldhúsinu í Þykkvabænum

Starfsmannafélög, vinahópar, stórfjölskyldur.

Matarupplifun / námskeið í Hlöðueldhúsinu 19.900.- 

Hægt er að panta gistingu ásamt morgunverði á Hótel VOS

kr. 10.000 á mann miðað við tvo í herbergi (vetrarverð)

 

Hvert námskeið er klæðskerasniðið fyrir hópinn þannig að allir fá verkefni eftir áhuga,  getu og smekk.

Barinn í Hlöðunni verður opinn fyrir hópinn til kl. 23 ef áhugi er á því.

Glæsileg matarupplifun 4 klst.

Við komu fá allir fordrykk,  smakk og kynningu á aðstöðunni og því sem í vændum er.  ´Hópurinn bakar flatkökur yfir opnum eldi.

Síðan er skipt í lið og hvert lið eldar glæsilegan rétt.   Kjöt, fisk eða grænmetisréttir ásamt meðlæti verða eldaðir og eitt liðið gerir glæsilegan eftirrétt. Í lokin mun hvert lið bera á borð glæsilega diska sem keppa sín á milli um "Besta og flottasta" réttinn.

Góðar leiðbeiningar fylgja ásamt leiðsögn og hjálparkokki.

Þetta námskeið er hægt að panta öll kvöld.  Heimsóknin tekur um 4 klst.

Hrossalundin undirbúin
Gamla Ísland og hefðirnar
Heimilismatur, Þorrablót í Oddsparti.jpe
Þykkvibær, hross og kartöfluréttir
Slátur
Smáréttir, hlaðborð og allskonar

Verð á mann

Kr. 16.900

Við byggjum á gömlum íslenskum grunni en notum nýtt og ferskt hráefni og leikum okkur út frá gömlum uppskriftum.    

Útbúum forrétt, aðalrétt og eftirrétt.

Byrjum á að taka rúgbrauð úr ofni og smakka það á meðan við kynnumst aðstöðunni og því sem í vændum er. Síðan förum við út og náum í það grænmeti sem við viljum fá í réttina, á þeim árstímum þegar það er hægt.

 Allir fá hlutverk eftir færni og áhuga. Við kynnumst sögu Þykkvabæjar og ýmsum matarhefðum héðan. Ræðum saman um mat og fáum að smakka á ýmsu góðgæti.

Hópurinn getur sest niður á barnum í hlöðunni á meðan góðgætið er að malla í ofninum.

 Við vöndum okkur þannig að hver réttur verður borinn fram á fallegan hátt8

Hópurinn getur verið frá 8-16 manns.

Þetta námskeið er hægt að panta öll kvöld nema laugardagskvöld.  Heimsóknin tekur um 3 klst.

Verð á mann

Kr. 16.900

Unnið verður með hefðirnar í Þykkvabænum. Kartöflur og hrossakjöt hafa löngum verið tengt okkar góðu nágrönnum og munum við bjóða gestum okkar að elda veislurétti úr þessum hráefnum á ýmsan máta - grafið, nýtt, reykt og saltað. Hafa menn heyrt um "skræður" sem er sérstakur réttur frá svæðinu og búinn til úr hrossasíðu? Við munum byggja á uppskriftum og hráefni frá Þykkbæingum. 

Hópurinn getur verið frá 8-16 manns.

Þetta námskeið er hægt að panta alla daga nema laugardagskvöld.

Verð á mann

verð- samkomulag

Leikið verður með íslenskt hráefni,

búnir til smáréttir sem byggja á gömlum íslenskum uppskriftum og reynum að vera svolítið frökk í að brjóta upp hefðirnar.

  

 

Hópurinn getur verið frá 8-16 manns.

Stærri hópar geta fengið viðaminni námskeið en tekið þátt í eldhúsinu að einhverju leiti.

Þetta námskeið er hægt að panta alla daga nema laugardagskvöld.

Matargleði í Hlöðueldhúsinu
Sextugsafmæli í júní 2021
Ljósmyndari Atli Rúnar Halldórsson

bottom of page