Yfir götuna eftir kartöflum

Hlöðueldhúsið kaupir hráefni til matargerðar af grönnum sínum í Þykkvabæ og eftir atvikum

annars staðar á Suðurlandi.

Kartöflur eru fengnar í næsta húsi í bókstaflegum skilningi, í Önnuparti handan götunnar.

Þar er aðsetur framleiðslu bræðranna Guðmundar og Yngva Harðarsona.

Guðmundur býr í Önnuparti en Yngvi í Hábæ. Þeir hafa fylgst af áhuga og ánægju með framkvæmdum granna sinna við að breyta fyrrverandi útihúsum í Oddsparti í
matarupplifunarfyrirtæki með öllu tilheyrandi.
 

   „Amma okkar og afi, Sigríður Magnúsdóttir og Yngvi Markússon, áttu Oddspart en
    foreldrar okkar, Eygló Ingvadóttir og Hörður Júlíusson, áttu Önnupart. Fjölskyldurnar
    ráku félagsbú í kartöflurækt og í Oddsparti var líka fjárbú og kýr í fjósi. Við bræður
    hlupum hér um hlöðin í æsku og þekkjum hvern þumlung í húsunum þar sem
    Hlöðueldhúsið er rekið. Þar sem eldamennskan á sér stað voru í okkar uppvexti ær og
    lömb í króm og reiðhestar á básum. Veislusalurinn er í hlöðunni sem var á milli
    fjárhúss og fjóss. Amma og afi seldu jörðina 1991 og hann dó þá um vorið.


    Oddspartur tengist því æskuminningum okkar og við erum afar ánægðir með að  þangað              hafi flutt duglegt framkvæmdafólk með spennandi hugmyndir um nýjan atvinnurekstur.              Þykkbæingar yfirleitt eru hrifnir af því sem þarna er að gerast og framtak eigenda

    Oddsparts vekur líka mikla athygli annars staðar í sveitarfélaginu og víðar á Suðurlandi.

    Það er líka eftir því tekið að mjög er vandað til verka á allan hátt og hvergi kastað til höndum!


     Sérstaka athygli okkar vakti að suðurveggur hlöðunnar fékk að halda sér í upprunalegri               mynd og setur sérstakan svip á veislusalinn. Vigfús afabróðir okkar reisti hlöðuna                           upphaflega og sló upp fyrir veggjum með bárujárni. Hann féll frá ungur maður á

     árinu 1946 og afi og amma keyptu hlut hans í jörðinni 1949. Síðar stækkaði afi hlöðuna

     og notaði þá mótatimbur við steypuvinnuna. Hluti framkvæmdasögu fjölskyldu okkar

     blasir því við gestum Hlöðueldhússins og er skemmtilegur hluti af heildarmynd hússins.“

 

Upplifun á Suðurlandi

 

Suðurlandið býður upp á fjölbreytni í ferðaþjónustu og mikla möguleika í útivist.  

Þykkvibær hefur stundum verið kallað þúsund ára sveitaþorp enda er talið að hér hafi frá því land byggðist verið byggðarkjarni,

Þykkvibær þýðir í raun þéttur bær.

Hlöðueldhúsið, Matarupplifun í Þykkvabæ, 16 km suður af Hellu 

Hotel VOS, 20 herbergja notalegt hótel

# Hellarnir við Hellu,  ævintýri neðanjarðar

#  Margir fossar 

#  Mörg falleg þorp

#  Glæsileg fjöll fylgja gestum á ferð þeirra um Suðurlandið, Hekla,       Eyjafjallajökull, Katla.  Jarðfræðin er eins og opin bók.

2020. Hlöðueldhúsið. Proudly created with Wix.com