Vorið 2021
Laugardagstilboð fyrir hópa 10-16 manna í Þykkvabænum
Starfsmannafélög, vinahópar, stórfjölskyldur.
Matarupplifun / námskeið í Hlöðueldhúsinu og gisting ásamt morgunverði á Hótel VOS
Matarupplifun / námskeið kr. 19.900
Gisting kr. 9.000 á mann miðað við tvo í herbergi
Hvert námskeið er klæðskerasniðið fyrir hópinn þannig að allir fá verkefni eftir áhuga, getu og smekk.
Barinn í Hlöðunni verður opinn fyrir hópinn til kl. 23 ef áhugi er á því.
Laugardagsgleði
Við komu fá allir fordrykk, smakk og kynningu á aðstöðunni og því sem í vændum er.
Síðan er skipt í lið og hvert lið eldar glæsilegan rétt. Kjöt, fisk eða grænmetisréttir ásamt meðlæti verða eldaðir og eitt liðið gerir glæsilegan eftirrétt. Í lokin mun hvert lið bera á borð glæsilega diska sem keppa sín á milli um "Besta og flottasta" réttinn.
Góðar leiðbeiningar fylgja ásamt leiðsögn og hjálparkokki.
Þetta námskeið er hægt að panta öll kvöld.